ÖKURITA & ÖKURITAKORTA

Örugg og fagleg aflestrarþjónusta fyrir ökurita og ökuritakort.

Við sjáum um aflestur, áminningar og örugga gagnageymslu þannig að rekstraraðilar og ökumenn standi skil á öllum kröfum um aksturs- og hvíldartíma.

  • Samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum innan EES.
  • Öll gögn vistuð í öruggu og lokuðu rekstrarumhverfi.
  • Þjónusta sniðin að litlum og stórum rekstri.

Aflestur ökurita og ökuritakorta – örugg og fagleg þjónusta.

Aflestur sérhæfir sig í aflestri gagna úr ökuritum og ökuritakortum, ásamt öruggri langtímageymslu samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum.

Við sjáum um allt ferlið:

Þjónustan hentar fyrirtækjum, ökumönnum og öllum sem bera ábyrgð á aksturs- og hvíldartíma.

Um Aflestur.is

Aflestur sérhæfir sig í niðurhali og aflestri gagna úr ökuritum og ökuritakortum ásamt öruggri langtímageymslu gagna fyrir aðila sem reka ökutæki þar sem gerð er krafa um ökurita.

Við minnum rekstraraðila á þegar kominn er tími til að lesa af ökuritum og sjáum um aflestur eftir samkomulagi, hvort sem um er að ræða reglulegan aflestur eða einstaka þjónustu.

Þjónustan hentar jafnt litlum sem stórum rekstri — allt frá einu ökutæki eða ökumanni og upp í stóran bílaflota.

Stafrænn ökuriti

Stafrænn ökuriti skráir meðal annars:

  • Akstur, lengd og tíma.
  • Ökumann / ökuritakort.
  • Hvíldartíma og vinnumynstur.
  • Hraða.
  • Stopp – fjöldi og lengd.
  • Óeðlileg högg, atvik og mögulega árekstrarslóð.

Ökuritakort

Upplýsingar sem skráðar eru á ökuritakort:

  • Akstur, lengd og tími.
  • Hvíldartími og vinnumynstur.
  • Stopp – fjöldi og lengd.
  • Ökutæki / ökuriti sem kort hefur verið parað við.

Verðskrá

Öll verð eru með virðisaukaskatti (VSK).

ÖKURITI

Aflestur gagna úr stafrænum ökurita.

6.200 kr. m/VSK

ÖKURITAKORT

Aflestur ökuritakorts ökumanns.

620 kr. m/VSK

AKSTUR

Akstur vegna aflesturs innan höfuðborgarsvæðisins.

3.720 kr. m/VSK

Akstur utan höfuðborgarsvæðisins er samkvæmt samkomulagi.

Hafa samband

Sendu okkur einfaldan tölvupóst með upplýsingum um reksturinn, fjölda bíla og ökumanna. Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er og finnum síðan hentugan tíma fyrir aflestur í samráði við þig.

Senda tölvupóst
Netfang: [email protected]
Sími: 849–7127
Vefur: aflestur.is